Á leið til Þýskalands?

Dejan Lovren er ekki fastamaður í liði Liverpool og gæti …
Dejan Lovren er ekki fastamaður í liði Liverpool og gæti verið á förum. AFP

Dejan Lovren, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, er orðaður við þýska 1. deildarfélagið Bayer Leverkusen en það eru þýskir fjölmiðlar sem greina frá þessu í dag. Bild segir að forráðamenn Leverkusen séu miklir aðdáendur leikmannsins og ætli sér að leggja fram tilboð í leikmanninn á næstu dögum.

Lovren var sterklega orðaður við Roma í ítölsku A-deildinni í síðustu viku en félagið vildi að lokum fá Króatann lánaðan. Liverpool er tilbúið að selja Lovren fyrir 25 milljónir punda en enska félagið hefur lítinn sem engan áhuga á því að lána leikmanninn. Þess vegna gengu félagaskipti Lovren til Ítalíu ekki í gegn.

Bayer Leverkusen hafnaði í fjórða sæti þýsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og mun því leika í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð. Forráðamenn félagsins hafa lagt mikla áherslu á það að styrkja varnarleikinn fyrir komandi átök í bæði Þýskalandi og Evrópu og því gæti Lovren farið til Þýskalands áður en glugginn lokar 2. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert