Það var mikið fjör á Emirates Stadium í London í gær þegar Arsenal og Tottenham skildu jöfn í lokaleik 4. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.
Tottenham komst í 2:0 með mörkum frá Cristian Eriksen og Harry Kane en Alexandre Lacazette og Pierre-Emerick Aubameyang jöfnuðu metin fyrir Arsenal í stórskemmtilegum Lundúnaslag.
Mörkin og helstu tilþrifin í leiknum má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.