Aaron Wan-Bissaka hefur dregið sig úr enska landsliðshópnum í fótbolta vegna bakmeiðsla. Wan-Bissaka var valinn í A-landsliðið í fyrsta skipti fyrir leikina við Búlgaríu og Kósóvó á næstu dögum.
Gareth Southgate landsliðsþjálfari mun ekki kalla inn hægri bakvörð í hópinn í stað Wan-Bissaka, þar sem Trent Alexander-Arnold og Kieran Trippier eru þegar í hópnum.
Wan-Bissaka lék með enska U21 árs liðinu á EM í sumar. Hann hefur spilað vel með Manchester United síðan hann gekk í raðir félagsins frá Crystal Palace eftir síðasta tímabil.