Chambers við Tómas: Hefðum getað unnið (myndskeið)

Calum Chambers, leikmaður Arsenal, ræddi við Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum sport eftir 1:1-jafntefli við Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Chambers var nokkuð sáttur við úrslitin. 

„Við spiluðum vel sem lið og lögðum mikið á okkur. Við sköpuðum færi allan leikinn og það eru blendnar tilfinningar hjá okkur. Það er aldrei auðvelt að koma á Old Trafford og við hefðum getað unnið leikinn. Það er hins vegar ekki slæmt að ná jafnteflinu og við verðum að vera sáttir með það.“

Chambers er sáttur við hvernig Arsenal brást við því að lenda undir og mikilli stemningu á Old Trafford. 

„Það voru mikil læti í stuðningsmönnunum og við þurftum að sýna styrk sem hópur og sem lið. Við gerðum það, komumst í gegnum storminn og fórum að skapa okkar eigin færi,“ sagði Chambers. 

Viðtalið má sjá í spilaranum  hér fyrir ofan. 

Calum Chambers sækir að Daniel James í kvöld.
Calum Chambers sækir að Daniel James í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert