Ekki nægilega góðir fyrir United

Harry Maguire og Victor Lindelöf áttu ekki sinn besta dag …
Harry Maguire og Victor Lindelöf áttu ekki sinn besta dag í gær þegar United tapaði á útivelli gegn Arsenal. AFP

Paul Parker, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, telur að miðverðir liðsins, þeir Harry Maguire og Victor Lindelöf, séu ekki nægilega góðir til þess að spila fyrir félagið. Parker lék með United á árunum 1991 til ársins 1996 og varð Englandsmeistari með liðinu tímabilin 1992-93 og 1993-94 undir stjórn Sir Alex Fergson.

 United tapaði 2:0 á útivelli gegn Arsenal í gær en þeir Maguire og Lindelöf litu ekki vel út í mörkum Arsenal í leiknum. „Þetta er ekki flókið, Harry Maguire og Victor Lindelöf eru ekki nægilega góðir til þess að spila fyrir félagið,“ lét Parker hafa eftir sér eftir leikinn á Emirates en hann starfar sem sparkspekingur hjá Sky Sports.

„Ég sé liðið ekki bæta sig eða taka skref fram á við með þá tvo í hjarta varnarinnar. Það er of mikið af meðal leikmönnum þarna sem munu ekki hjálpa liðinu að taka næsta skref. Það vantar afgerandi varnarmann þarna og þá vantar karaktera eins og Jaap Stam, Rio Ferdinand og Nemanja Vidic,“ bætti Parker við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert