Ítalinn hef­ur sigrast á krabba­meini

Gianluca Vialli hefur læknast af krabbameini.
Gianluca Vialli hefur læknast af krabbameini. AFP

Ítalinn Gianluca Vialli, sem lék með Chelsea, Juventus og ítalska landsliðinu áður en hann varð knattspyrnustjóri Chelsea og Watford, hefur læknast af briskrabbameini eftir 17 mánaða lyfjameðferð. 

Vialli varð fyrst um sinn í átta mánuði í lyfjameðferð og síðar níu mánuði, en skoðanir hjá læknum sýndu að hann hefði sigrast á veikindunum. 

„Ég hef það gott. Þetta voru samtals 17 mánuðir af lyfjameðferð, fyrst í átta mánuði og síðan níu. Þetta var erfitt og ég er mjög ánægður með að hafa sigrast á þessu. Ég hlakka til að sjá sjálfan mig í speglinum verða sterkari,“ sagði Vialli við La Repubblica á Ítalíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert