Ruben Gabrielsen lék undir stjórn Oles Gunnars Solskjærs hjá Molde í Noregi og er hann afar hrifinn af landa sínum sem stjóra. Solskjær er nú stjóri Manchester United og hefur heilt yfir náð fínum árangri með United, þrátt fyrir erfiða kafla.
„Hann var æðislegur,“ sagði Gabrielsen um Solskjær í samtali við Get French Football. „Ég lærði helling af honum, bæði um fótbolta og lífið sjálft. Hann er frábær manneskja og hann veit hvernig á að tala við leikmenn. Ég verð ávallt þakklátur,“ bætti varnarmaðurinn sem nú spilar fyrir Toulouse við.
„Hann hugsar um fótbolta allan sólarhringinn og hann er ófeiminn við að prófa nýja hluti. Það er gaman að sjá að honum gengur vel. Solskjær er galdramaður þegar kemur að stóru leikjunum,“ sagði Gabrielsen enn fremur.