Klopp: Eins og á jólunum

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að sér líði eins og jólin séu loks að ganga í garð en Liverpool fær afhentan Englandsmeistarabikarinn annað kvöld eftir langa bið.

Liverpool varð endanlega öruggt um efsta sæti deildarinnar í síðasta mánuði en liðið hefur haft afgerandi forystu í úrvalsdeildinni síðan fyrir áramót. Þetta hefur því verið löng bið fyrir félagið frá Bítlaborginni en tímabilinu var seinkað um nokkra mánuði vegna kórónuveirunnar.

„Þetta er eins og á jólunum; þú veist að þú færð einhverja ákveðna gjöf en þú ert samt spenntur. Þetta verður sérstök stund og ég samgleðst leikmönnum mínum,“ sagði Þjóðverjinn á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Chelsea. Bikarinn fer á loft að leik loknum en Klopp segir þó leikinn ekki síður mikilvægan.

„Við ætlum ekki að mæta og bíða eftir að partíið byrji. Fyrst þarf að spila leikinn og svo kemur bikarinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert