Moyes: Solskjær sýnd þolinmæði en ekki mér

Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. AFP

David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, sat fyrir svörum blaðamanna í dag fyrri leik liðsins gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Moyes, eins og flestum er kunnugt, gerðist arftaki Sir Alex Ferguson hjá United sumarið 2013 en eftir erfiðan vetur hjá Skotanum var hann rekinn eftir aðeins tíu mánuði, þrátt fyrir að hafa upprunalega skrifað undir sex ára samning.

Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær stýrir nú Manchester-liðinu og hefur gert það síðan í desember 2018. Eftir brösuglegan vetur virðist liðið loks vera að finna taktinn og gaf Moyes kollega sínum tvírætt hrós.

„Þetta var erfið byrjun hjá Ole. Ég held að munurinn á okkur er að honum hefur verið sýnd þolinmæði. Hann er núna að standa sig mjög vel verð ég að segja,“ sagði Moyes sem sjálfur er nálægt því að bjarga West Ham frá falli.

Liðið er sex stigum fyrir ofan fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir og þarf mikið að ganga á til að liðið falli. United er aftur á móti í mikilli baráttu um 4. sætið en er öruggt með það, takist því að vinna báða leikina sem eftir eru.

David Moyes.
David Moyes. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert