Fyrirliðinn bálreiður eftir félagsskipti

Grady Diangana
Grady Diangana Ljósmynd/West Brom

Enska félagið West Brom gekk í dag frá kaupum á Grady Diangana frá West Ham og skrifaði leikmaðurinn undir fimm ára samning við nýliðana í ensku úrvalsdeildinni.

Diangana skoraði átta mörk og lagði upp sjö til viðbótar að láni hjá WBA í B-deildinni á síðustu leiktíð. 

Diangana, sem er 22 ára, er uppalinn hjá West Ham eins og Mark Noble fyrirliði liðsins. Noble var allt annað en sáttur við félagsskiptin og lét skoðun sína í ljós á Twitter. 

„Sem fyrirliði liðsins er ég sársvekktur, reiður og sorgmæddur yfir að Grady sé farinn. Frábær strákur sem á framtíðina fyrir sér,“ skrifaði Noble á Twitter. Kaupverðið var ekki gefið upp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka