Liverpool íhugar að selja

Rhian Brewster er eitt mesta efnið í enskum fótbolta í …
Rhian Brewster er eitt mesta efnið í enskum fótbolta í dag. AFP

For­ráðamenn enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Li­verpool íhuga nú al­var­lega að selja Rhi­an Brew­ster, sókn­ar­mann liðsins, en það er Sky Sports sem grein­ir frá þessu.

Brew­ster er ein­ung­is tví­tug­ur að aldri en fjöl­mörg lið í ensku úr­vals­deild­inni hafa spurst fyr­ir um leik­mann­inn að und­an­förnu.

Fram­herj­inn lék sem lánsmaður hjá Sw­an­sea á seinni hluta síðasta tíma­bils í ensku B-deild­inni. Þar skoraði hann ell­efu deild­ar­mörk í 21 byrj­un­arliðsleik.

Hann er af mörg­um tal­inn eitt mesta efnið í ensk­um fót­bolta en hann varð marka­hæsti leikmaður á HM U17 þegar enska liðið varð heims­meist­ari á Indlandi.

Li­verpool vill fá í kring­um 20 millj­ón­ir punda fyr­ir leik­mann­inn en Newcastle, Ast­on Villa, Bright­on og Sheffield United hafa öll áhuga á hon­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert