Jökull lánaður og beint í byrjunarliðið

Jökull Andrésson
Jökull Andrésson Ljósmynd/Reading

Knattspyrnumarkvörðurinn Jökull Andrésson var í dag lánaður til enska D-deildarliðsins Exeter City í eina viku frá Reading í B-deildinni og fer hann beint í byrjunarliðið gegn Leyton Orient í kvöld. 

Félagaskiptaglugginn á Englandi er lokaður en Exeter fékk undanþágu vegna meiðsla markvarða sinna, en Jökull er 19 ára Mosfellingur. 

Jökull hefur verið hjá Reading síðan 2017 er hann kom til félagsins frá Aftureldingu. Jök­ull spilaði sína fyrstu leiki í meist­ara­flokki er hann var lánaður til Hun­ger­ford Town í F-deild Eng­lands á síðustu leiktíð. Þar spilaði hann fimm leiki, en sneri aft­ur til Rea­ding eft­ir að hann meidd­ist al­var­lega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert