Stuðningsmenn Liverpool fá grænt ljós

Stuðningsmenn Liverpool fá að mæta aftur á Anfield í desember.
Stuðningsmenn Liverpool fá að mæta aftur á Anfield í desember. AFP

Stuðningsmenn Liverpool og Everton mega mæta aftur á knattspyrnuvöllinn til þess að styðja sín lið, frá og með þar næstu helgi, en þetta staðfestu yfirvöld á Bretlandseyjum í dag.

Engir áhorfendur hafa verið á leikjum í ensku úrvalsdeildinni frá því í sumar vegna kórónuveirufaraldursins en útgöngubann hefur ríkt á Bretlandi undanfarnar vikur.

Frá og með 2. desember mega stuðningsmenn snúa aftur á þeim stöðum þar sem smithætta er lítil eða engin. Alls mega því 4.000 stuðningsmenn mæta á völlinn hjá liðum á suðurströnd Englands þar sem faraldurinn er í rénun.

Þar sem smithættan er lítil mega 2.000 stuðnignsmenn mæta, líkt og í Liverpool, en þar sem ennþá ríkir umtalsverð smithætta fá stuðningsmenn ekki að mæta á völlinn en það á helst við um norðvestur England.

Manchester United og Manchester City þurfa því að bíða eitthvað eftir því að fá stuðningsmenn sína á knattspyrnuvöllinn líkt og Leeds, Leicester, Wolves, Aston Villa og Newcastle.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert