Áhugavert einvígi án stuðningsmanna (myndskeið)

Ian Wright, fyrrverandi framherji enska knattspyrnufélagsins Arsenal, telur að Harry Kane gæti reynst Arsenal erfiður þegar liðin mætast í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á Tottenham Hotspur Stadium í London á sunnudaginn kemur.

Wright lék 252 leiki fyrir Arsenal á árunum 1991 til ársins 1998 þar sem hann skoraði 149 mörk.

Hann þekkir það því vel að mæta liði Tottenham í baráttunni um norður Lundúnir.

„Það verður áhugavert að sjá hvernig leikurinn mun spilast án stuðningsmanna liðanna,“ sagði Ian Wright, fyrrverandi leikmaður Arsenal.

„Í minningunni þá skiptu stuðningsmennirnir öllu máli í þessum leikjum því sama hvort maður var á heimavelli eða útivelli, þá hjálpuðu þeir manni við að taka leikinn sinn upp á hærri gæðaflokk.

Þegar að maður spilaði með Arsenal þá kom aldrei til greina að tapa fyrir Tottenham en liðið er á þvílíku flugi þessa dagana og það gæti reynst erfitt fyrir Arsenal.

Tottenham refsaði Manchester City grimmilega í leik liðanna í nóvember og Arsenal þarf að passa sig að falla ekki sömu gryfju og City,“ sagði Wright meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert