Jón Dagur skaut AGF á toppinn

Jón Dagur Þorsteinsson í leik með 21-árs landsliðinu.
Jón Dagur Þorsteinsson í leik með 21-árs landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Dagur Þorsteinsson fyrirliði 21-árs landsliðsins í knattspyrnu lék mikið að sér kveða í dag þegar AGF lagði AaB að velli, 3:0, í dönsku úrvalsdeildinni.

Hann skoraði tvö markanna fyrir Árósaliðið, kom því í 2:0 á 29. mínútu og í 3:0 fimm mínútum síðar, og þar með voru úrslitin ráðin. Jón Dagur lék fyrstu 75 mínútur leiksins.

AGF komst með sigrinum á topp deildarinnar með 24 stig og er þar með jafnmörg stig en betri markatölu en Midtjylland og Bröndby, sem eiga hinsvegar bæði eftir að spila í umferðinni.

AGF er þar með komið í vetrarfríið en eftir að þrettándu umferðinni lýkur annað kvöld verður gert hlé á dönsku úrvalsdieldinni fram í byrjun febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert