Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton sem heimsækir Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld klukkan 20.
Íslenski miðjumaðurinn hefur verið inn og út úr byrjunarliði Everton á leiktíðinni, en hann hefur verið í byrjunarliðinu og með fyrirliðabandið í þremur leikjum.
Everton er í fjórða sæti deildarinnar með 26 stig og getur farið upp í annað sæti með sigri. Sheffield United er sigurlaust og á botninum með aðeins tvö stig.
Leikurinn verður í beinni textalýsingu á mbl.is.