Gylfi skaut Everton upp í annað sæti

Gylfi Þór Sigurðsson með boltann í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson með boltann í kvöld. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Everton í 1:0-útisigri liðsins á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Gylfi skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok. 

Rok og rigning í Sheffield setti strik í reikninginn og var lítið um færi í markalausum fyrri hálfleik. Leikurinn lifnaði við í þeim seinni, en báðum liðum gekk illa að skapa sér virkilega gott marktækifæri. 

Það breyttist á 80. mínútu eftir skemmtilega sókn Everton sem endaði með að Abdoulaye Doucouré sendi á Gylfa Þór Sigurðsson sem kláraði af yfirvegun í bláhornið fjær.

Oliver McBurnie átti hættulegt skot í blálokin en skaut framhjá og rann þar með síðasta tækifæri Sheffield-liðsins út í sandinn og Everton fagnaði. 

Everton er í öðru sæti deildarinnar með 29 stig, einu stigi á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða. Sheffield United er sem fyrr í botnsætinu með aðeins tvö stig. 

Sheffield United 0:1 Everton opna loka
90. mín. Jordan Pickford (Everton) fær gult spjald Annað spjaldið sem Everton fær fyrir að tefja.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert