Gylfi með langhæstu launin

Gylfi Þór Sigurðsson er á góðum launum hjá Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson er á góðum launum hjá Everton. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson er langlaunahæsti íslenski knattspyrnumaðurinn en hann fær um 850 milljónir króna í árslaun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Gylfi hefur um árabil þénað mest íslenskra atvinnumanna. Viðskiptablaðið tók saman laun íslenskra knattspyrnumanna. 

Jóhann Berg Guðmundsson er í öðru sæti með 350 milljónir króna í árslaun hjá Burnley og Aron Einar Gunnarsson fær 280 milljónir á ári hjá Al-Arabi í Katar. Þá er Alfreð Finnbogason í fjórða sæti með 270 milljónir króna hjá þýska félaginu Augsburg. 

Rúnar Alex Rúnarsson hækkaði duglega í launum þegar hann skipti úr Dijon í Frakklandi og til Arsenal á Englandi. Fór hann úr um 60 milljónum króna og yfir í 220 milljónir í árslaun. 

Þá kemur fram í umfjöllun Viðskiptablaðsins að nokkrir leikmenn hafi lækkað verulega í launum er þeir yfirgáfu rússnesk félög. Viðar Örn Kjartansson, Björn Bergmann Sigurðarson, Jón Guðni Fjóluson og Ragnar Sigurðsson yfirgáfu allir rússnesk félög á síðasta ári og fóru til félaga á Norðurlöndunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert