Margrét Lára Viðarsdóttir og Bjarni Þór Viðarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport. Á meðal þess sem þau ræddu var markalaust jafntefli Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn var.
Margrét og Bjarni hrósuðu varnarmönnum Manchester United sérstaklega í leikslok og sögðu m.a. að Luke Shaw í vinstri bakverði United hefði verið með Mo Salah í vasanum.
Umræðurnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.