Southampton varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í 4. umferð enska bikarsins í fótbolta er liðið vann 2:0-heimasigur á Shrewsbury úr C-deildinni á heimavelli í frestuðum leik.
Dan N'Lundulu kom Southampton yfir á 16. mínútu og fyrirliðinn James-Ward Prowse innsiglaði 2:0-sigur með marki á 89. mínútu.
Southampton mætir Arsenal á heimavelli í næstu umferð, en Arsenal er ríkjandi bikarmeistari.