West Ham fór upp fyrir Chelsea og upp að hlið Everton með 32 stig í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með 2:1-sigri á West Brom í kvöld.
Jarrod Bowen kom West Ham yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Matheus Pereira jafnaði á 51. mínútu. Michael Antonio reyndist hins vegar hetja West Ham því hann skoraði sigurmarkið á 66. mínútu.
West Ham er í sjöunda sæti deildarinnar með 32 stig en West Brom er í nítjánda og næstneðsta sæti með ellefu stig.