Úrvalsdeildarliðið Wolves vann nauman sigur á Chorley, 1:0, á útivelli í 32ja liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld.
Vitinha skoraði strax á 12. mínútu þannig að stórsigur Úlfanna virtist í uppsiglingu en meira gerðu þeir ekki.
Chorley leikur í sjöttu efstu deild og er þar í níunda sæti, 110 sætum neðar en Úlfarnir sem eru í fjórtánda sæti úrvalsdeildarinnar.