Þó Fikayo Tomori fái ekki mörg tækifæri með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur toppliðið á Ítalíu, AC Milan, not fyrir hann.
AC Milan hefur fengið þennan efnilega miðvörð lánaðan frá Lundnúnaliðinu til loka yfirstandandi keppnistímabils. Þá hefur félagið rétt á að kaupa hann að því loknu fyrir 30 milljón evrur.
Tomori á 27 leiki að baki með aðalliði Chelsea, fjóra þeirra á þessu tímabili, en hann lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Englands hönd í nóvember 2019. Hann hefur leikið sem lánsmaður með Derby, Hull og Brighton í B-deildinni á undanförnum árum.