Norsk-íslenska knattspyrnukonan María Þórisdóttir er gengin til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United.
Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en María kemur til félagsins frá Chelsea á Englandi.
Miðjukonan skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2023 en United er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26, líkt og Chelsea, en Chelsea er með betri markatölu.
„Ég er virkilega stolt af því að skrifa undir samning við Manchester United,“ sagði María í tilefni undirskriftarinnar.
„Frá því að ég man eftir mér hefur Manchester United hefur alltaf verið risastórt félagi í Noregi og ég er virkilega spennt fyrir komandi árum,“ bætti María við.
María er fædd og uppalin í Noregi en faðir hennar Þórir Hergeirsson er þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik.