Jökull Andrésson hélt marki sínu hreinu í fyrsta leik hans með Morecambe, þegar liðið sigraði Colchester United 3:0 í ensku D-deildinni í knattspyrnu í dag.
Í gær var tilkynnt um að Jökull, sem er 19 ára gamall, færi til Morecambe á neyðarláni frá Reading og stendur lánið yfir í sjö daga til að byrja með.
Jökli var hent beint í djúpu laugina og hjálpaði liðinu að vinna góðan sigur í baráttu Morecambe um að komast í umspil um að komast upp í C-deildina.
Með sigrinum hélt Morecambe 6. sætinu í D-deildinni, en efstu þrjú liðin fara beint upp og sæti 4. – 7. gefa tryggja liðunum umspil um fjórða og síðasta lausa sætið.