Arsenal og Real Madríd hafa náð samkomulagi um að norski knattspyrnumaðurinn Martin Ødegaard fari að láni til Lundúnaliðsins frá spænska stórveldinu út þetta keppnistímabil.
Sky Sports segir frá þessu og segir jafnframt að Ødegaard, sem er 22 ára gamall miðjumaður, sé væntanlegur til Englands á morgun þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun á æfingasvæði Arsenal.
Ødegaard hefur verið í röðum Real Madrid í sex ár en verið í láni annars staðar mestallan tímann, hjá Heerenveen og Vitese í Hollandi og Real Sociedad á Spáni. Í vetur hefur hann hins vegar verið í leikmannahópi Real Madrid og komið við sögu í sjö leikjum í spænsku 1. deildinni en áður hafði hann aðeins spilað einn leik, þá sextán ára gamall.