Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru komnir í 16-liða úrslit enska bikarsins í knattspyrnu eftir 3:0-sigur á B-deildarliði Sheffield Wednesday. Everton mætir annaðhvort Wycombe Wanderers eða Tottenham í næstu umferð.
Dominic Calvert-Lewin kom heimamönnum í forystu á 29. mínútu og þeir Richarlison og Yerri Mina bættu við mörkum fyrir Everton í síðari hálfleik en sigurinn reyndist nokkuð þægilegur hjá úrvalsdeildarliðinu. Gylfi var í byrjunarliði Everton og spilaði allan leikinn.