Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, á ekki von á að spænski varnarmaðurinn Eric Garcia verði áfram hjá félaginu á næsta tímabili.
Garcia er einungis tvítugur en dvöl hans hjá City hefur litast af meiðslum og veikindum.
„Ég á ekki von á því að hann muni gera nýjan samning við okkur. Ég er nokkuð viss um að hann sé á förum að tímabilinu loknu en við eigum eftir að sjá hvort eitthvað gerist áður en tíminn til að hafa félagaskipti rennur út í lok mánaðarins,“ sagði Guardiola við fjölmiðlamenn en Garcia fékk að spreyta sig gegn Cheltenham í bikarkeppninni um helgina.