Arsenal kom til baka eftir að hafa lent undir þegar liðið heimsótti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á St. Mary's-völlinn í Southampton í kvöld.
Stuart Armstrong kom Southampton yfir strax á 3. mínútu en Nicolas Pépé jafnaði metin fyrir Arsenal fimm mínútum síðar.
Bukayo Saka bætti við öðru marki Arsenal á 39. mínútu áður en Alexandre Lacazette innsiglaði sigur Lundúnaliðsins með marki á 72. mínútu.
Þetta var fjórði sigurleikur Arsenal í síðustu fimm deildarleikjum sínum en liðið er með 30 stig í áttunda sæti deildarinnar, 4 stigum frá Evrópudeildarsæti.
Southampton hefur fatast flugið í undanförnum leikjum en liðið er með 29 stig í ellefta sætinu.