Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er strax byrjaður að hugsa um næsta deildarleik liðsins gegn Sheffield United á laugardaginn kemur.
City vann sinn sjöunda deildarleik í röð gegn WBA á útivelli í kvöld og ellefta leikinn í röð í öllum keppnum en leiknum lauk með 5:0-stórsigri City.
„Ég er ánægður með bæði spilamennskuna og frammistöðu liðsins í heild sinni,“ sagði Guardiola í samtali við Sky Sports.
„Við mættum ákveðnir til leiks en jafnframt meðvitaðir um hættuna sem stafaði af mótherjum okkar sem eru að berjast fyrir lífi sínu.
Við spiluðum á þeim leikmönnum sem voru líklegastir til þess að geta klárað leikinn og um það snýst þetta þessa dagana þegar það er spilað svona þétt.
Allir leikmenn liðsins tóku virkan þátt í leiknum og það voru allir að reyna að skapa og skora mörk. Við þurfum að mæta í teiginn og við gerðum það í kvöld.
Núna tekur við smá pása og svið er það bara undirbúningur fyrir Sheffield United. Það eina sem ég þekki sem knattspyrnustjóri er að einbeita mér að næsta leik,“ bætti Guardiola við.