Alexandre Lacazette skoraði sitt tíunda mark á tímabilinu fyrir Arsenal þegar liðið heimsótti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Leiknum lauk með 3:1-sigri Arsenal en Stuart Armstrong kom Southampton yfir strax á 3. mínútu.
Nicolas Pépé, Bukayo Saka og Alexandre Lacazette sáu hins vegar um að tryggja Arsenal öll þrjú stigin í leiknum en Arsenal-menn sýndu lipra takta í sóknarleiknum í Southampton.
Leikur Southampton og Arsenal var sýndur beint á Síminn Sport.