Þjóðverjinn Thomas Tuchel mun stjórna sinni fyrstu æfingu hjá enska félaginu Chelsea klukkan 18 í kvöld.
Hann hefur þó ekki verið formlega kynntur til leiks sem nýr knattspyrnustjóri félagsins en allt hefur bent til þess síðasta sólarhringinn að hann yrði arftaki Franks Lampards sem var sagt upp störfum í gærmorgun.
Sky Sports greindi frá þessu fyrir stundu.