Fimm leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Manchester United tapaði óvænt, 1:2, gegn botnliði Sheffield United þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Þá gerðu Everton og Leicester jafntefli þar sem mistök Jordan Pickford kostuðu heimamenn sigurinn.
Brighton & Hove Albion og Fulham gerðu markalaust jafntefli í fallbaráttuslag.
Sömuleiðis var ekkert skorað í fyrsta leik Thomas Tuchel sem knatttspyrnustjóra Chelsea þegar liðið tók á móti Wolverhampton Wandererers.
Mestu skemmtunina var síðan að finna í frábærum 3:2 endurkomusigri Burnley gegn Aston Villa.
Mbl.is var með beina textalýsingu frá öllum leikjum kvöldsins sem má sjá hér fyrir neðan.
Enski boltinn í beinni |
Opna lýsingu ![]() ![]() |
![]() ![]() |
|
---|---|---|---|
kl. 22:08 Leik lokið Síðustu tveimur leikjum kvöldsins er lokið. Sheffield United vinnur magnaðan 2:1 sigur gegn Manchester United og Everton og Leicester skilja jöfn, 1:1. | |||
Augnablik — sæki gögn... |