Sheffield United vann ansi óvæntan sigur þegar liðið skellti toppbaráttuliði Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Í sigurmarki Sheffield United mátti sjá dæmi um afar slakan varnarleik hjá leikmönnum Man Utd.
Sheffield United fór með eins marks forystu í hálfleik eftir að Kean Bryan hafði skoraði með skalla eftir hornspyrnu.
Í síðari hálfleik jafnaði Harry Maguire, líka með skalla eftir hornspyrnu en Oliver Burke skoraði svo sigurmark Sheffield United eftir áðurnefndan barnalegan varnarleik heimamanna í Man Utd.
Öll mörkin og allt það helsta úr leiknum má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.