Ég og Klopp erum ekki vinir

Jürgen Klopp og José Mourinho mætast í London í kvöld.
Jürgen Klopp og José Mourinho mætast í London í kvöld. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, segist ekki hafa eytt nægilega miklum tíma með Jürgen Klopp, stjóra Englandsmeistara Liverpool, til þess að geta kallað hann vin sinn.

Tottenham tekur á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld á Totenham Hotspur-vellinum í London en Tottanhem er í sjötta sæti deildarinnar með 33 stig á meðan Liverpool er með 34 stig.

„Ég og Jürgen erum ekki vinir enda hef ég aldrei eytt neinum tíma með honum,“ sagði Mourinho í samtali við fjölmiðlamenn fyrir leik kvöldsins.

„Þegar að þú þekkir einhvern þá geturðu sagði að þér líki vel við hann og að þið séuð góðir vinir.

Við eigum samskipti í fimm mínútur fyrir leik og svo aftur fimm mínútur eftir leik.

Hann er stjóri sem ég ber mikla virðingu fyrir og það hafa aldrei verið nein vandamál á milli okkar,“ bætti Portúgalinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert