Liverpool vann sinn fyrsta sigur á árinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er meistararnir heimsóttu Tottenham til Lundúna í kvöld og fögnuðu 3:1-sigri.
Liverpool komst yfir með marki frá Roberto Firmino í blálok fyrri hálfleiks og strax í upphafi seinni hálfleiks bætti Trent Alexander-Arnold við marki. Tveimur mínútum síðar minnkaði Pierre-Emilie Höjbjerg muninn fyrir Tottenham, 2:1.
Liverpool var hins vegar áfram sterkari aðilinn og skoraði verðskuldað þriðja mark á 65. mínútu er Sadio Mané skoraði eftir sendingu frá Alexander-Arnold og þar við sat.
Meistararnir eru nú í fjórða sæti með 37 stig, fimm stigum frá toppliði Manchester City sem á leik til góða. Tottenham er í sjötta sæti með 33 stig.
Tottenham | 1:3 | Liverpool |
Opna lýsingu ![]() ![]() |
![]() ![]() |
---|---|---|---|---|
90. mín. Það verða að minnsta kosti fimm mínútur í uppbótartíma. | ||||
Augnablik — sæki gögn... |