Meiðslavandræði herja enn á miðverði ensku meistaranna Liverpool eða þá leikmenn sem fylla í skörðin í þeim stöðum en Jürgen Klopp knattspyrnustjóri staðfesti eftir sigurinn á Tottenham að tveir væru úr leik.
Fabinho, sem hefur hlaupið í skarðið fyrir Virgil van Dijk sem miðvörður í vetur gat ekki spilað í kvöld og Klopp staðfesti að hann væri úr leik vegna tognunar.
Joel Matip, sem er nýstiginn upp úr meiðslum, þurfti að hætta keppni í hálfleik í kvöld og Klopp sagði að útlit væri fyrir að meiðsli hans væru alvarleg.
Nat Philips kom í stað Matips í hálfleik og Jordan Henderson þurfti enn á ný að bregða sér í vörnina og tók þar stöðu Fabinhos í kvöld.