Landsliðskona til West Ham

Dagný Brynjarsdóttir er gengin til liðs við West Ham.
Dagný Brynjarsdóttir er gengin til liðs við West Ham. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir er gengin til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham.

Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í kvöld en Dagný kemur til félagsins frá Selfossi þar sem hún lék á síðustu leiktíð.

Dagný, sem er 29 ára gömul, er uppalin á Hellu hjá KFR en hún á að baki 118 leiki í efstu deild með Selfossi og Val þar sem hún hefur skorað 44 mörk.

Þá á hún að baki farsælan atvinnumannaferil með bæði Bayern München í Þýskalandi og Portland Thorns í Bandaríkjunum.

Dagný er á meðal leikjahæstu landsliðskvenna Íslands frá upphafi en hún hefur leikið 90 A-landsleiki og skorað í þeim 29 mörk.

West Ham er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 7 stig en tólf lið leika í deildinni. Liðið er fimm stigum frá fallsæti eftir tíu spilaða leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert