Mörkin: Klopp þakkaði æðri máttarvöldum þegar stíflan brast

Jürgen Klopp þakkaði æðri máttarvöldum þegar Roberto Firmino kom Liverpool yfir gegn Tottenham þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Firmino kom Liverpool yfir undir lok fyrri háfleiks eftir laglegan undirbúning Sadio Mané en fyrir leik kvöldsins hafði Liverpool ekki skorað í síðustu fjórum deildarleikjum sínum.

Trent Alexander-Arnold bætti við öðru marki Liverpool í upphafi síðari hálfleiks áður en Pierre-Emile Höjberg minnkaði muninn fyrir Tottenham tveimur mínútum síðar.

Það var svo Sadio Mané sem innsiglaði sigur Liverpool með marki á 65. mínútu en þetta var fyrsti sigur Liverpool í deildinni síðan 19. desember.

Leikur Tottenham og Liverpool var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert