Jökull Andrésson er genginn til liðs við Exeter í ensku D-deildinni í knattspyrnu í annað sinn á tímabilinu. Jökull, sem kemur frá Reading, gerir lánssamning til loka tímabilsins.
Jökull, sem er 19 ára gamall, spilaði nýverið tvo leiki með Morecambe, sem spilar einnig í D-deildinni á Englandi, þegar hann var fenginn til liðsins á sjö daga neyðarláni. Hann hélt hreinu í báðum leikjunum, sem unnust báðir.
Seinni leikur hans fyrir Morecambe var einmitt 2:0 sigur gegn Exeter. Fyrr á tímabilinu hafði Jökull spilað sex leiki með Exeter og nú hefur þessi efnilegi markvörður, sem er alinn upp hjá Aftureldingu, samið við Exeter um að spila með liðinu til loka tímabilsins.
✍️ THE ICEMAN COMETH 🇮🇸
— Exeter City FC (@OfficialECFC) January 29, 2021
Exeter City is delighted to welcome back @JokullAndresson on loan from @ReadingFC for the rest of the season!#ECFC #OneGrecianGoal pic.twitter.com/ZOVLiShzQo