Leikmaður United lánaður til West Ham

Jesse Lingard er orðinn leikmaður West Ham.
Jesse Lingard er orðinn leikmaður West Ham. Ljósmynd/West Ham

Enski knattspyrnumaðurinn Jesse Lingard er kominn til West Ham að láni frá Manchester United út tímabilið. 

Lingard, sem er uppalinn hjá Manchester United, hefur lítið sem ekkert spilað á leiktíðinni og er neðarlega í goggunarröðinni hjá Ole Gunnari Solskjær knattspyrnustjóra United. 

Leikmaðurinn var í byrjunarliði enska landsliðsins gegn Króatíu í undanúrslitum á HM í Rússlandi, en síðan þá hefur hann átt erfitt uppdráttar.

Lingard hefur alls leikið 24 landsleiki fyrir England og skorað í þeim fjögur mörk. Þá hefur hann skorað 18 mörk í 133 leikjum í ensku úrvalsdeildinni með Manchester United. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert