Níu lið hafa náð toppsætinu á einhverju tímapunkti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á keppnistímabilinu sem er met.
Manchester City er í efsta sæti sem stendur með 41 stig og Manchester United er stigi á eftir. Þá kemur Leicester City sem er tveimur stigum á eftir City og Liverpool er fjórum stigum á eftir City.
Eins og staðan er núna munar aðeins átta stigum á liðinu í 7. sæti og efsta liðsins.
Þau lið sem hafa náð toppsætinu á einhverjum tímapunkti á tímabilinu eru City, United, Leicester, Liverpool, Tottenham, West Ham, Chelsea, Everton og Aston Villa.