Rígurinn á milli Arsenal og United

Rígurinn á milli Arsenal og Manchester United er talsverður og jókst töluvert þegar Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson stýrðu liðunum. 

Liðin voru þá um tíma tvö bestu lið landsins og því var mikið undir í leikjum liðanna. 

Liðin mætast í London á morgun í ensku úrvalsdeildinni og verður leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu hjá Símanum Sport og hefst klukkan 17:30. 

Í meðfylgjandi myndskeiði er stiklað á stóru varðandi þann ríg sem myndaðist á milli liðanna eftir að úrvalsdeildin hóf göngu sína. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert