Arsenal hefur náð sér vel á strik í ensku úrvalsdeildinni eftir heldur erfiða byrjun á keppnistímabilinu.
Ungir leikmenn hafa átt sinn þátt í því að liðið rétti úr kútnum eins og margfaldur Englandsmeistari Lee Dixon fer yfir í meðfylgjandi myndskeiði.
Arsenal og Manchester United mætast í London í ensku úrvalsdeildinni á morgun og verður leikurinn í beinni útsendingu á Síminn Sport.