Paul Scholes spilaði alls 20 tímabil fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Um það leyti sem Scholes var búinn að festa sig í sessi sem lykilmaður hjá liðinu fór Arsenal að gera sig gildandi í baráttunni um meistaratitilinn.
Úr varð gífurlegur rígur og því lýsir Scholes liði Arsenal sem helstu erkifjendum Manchester United um langt skeið.
Í meðfylgjandi myndskeiði fer Scholes yfir ríginn milli liðanna og það sem honum þykir eftirminnilegast úr viðureignum þeirra.