United nýtti ekki færin gegn Arsenal

Marcus Rashford og Granit Xhaka eigast við í dag.
Marcus Rashford og Granit Xhaka eigast við í dag. AFP

Manchester United og Arsenal gerðu í kvöld markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Emirates-vellinum í London. Edinson Cavani fékk tvö glæsileg færi til að skora sigurmarkið í seinni hálfleik en brást bogalistin. 

Fred komst næst því að skora í fyrri hálfleiknum á 20. mínútu en Bernd Leno í marki Arsenal varði glæsilega frá honum er Brasilíumaðurinn náði fínu skoti eftir hornspyrnu.  

Nicolas Pépé fékk fínt færi til að koma Arsenal yfir 10 mínútum síðar en hann skaut rétt framhjá úr fínu færi í teignum. Bruno Fernandes fékk svo fínt færi hinum megin á 34. mínútu en hann setti boltann hárfínt framhjá samskeytunum úr góðri stöðu í teignum. 

Þrátt fyrir fín tækifæri var ekkert skorað í fyrri hálfleiknum. Arsenal byrjaði betur í seinni hálfleik og komst oftar en einu sinni í fína stöðu í teignum en illa gekk að skapa mjög gott færi. 

Þrátt fyrir að Arsenal hafi spilað vel og átt fína spretti var það Edinson Cavani sem fékk tvö bestu færi hálfleiksins. Fyrst setti hann boltann hárfínt framhjá hægri stönginni eftir fyrirgjöf Lukes Shaw frá vinstri og síðan framhjá hægri stönginni eftir fyrirgjöf Aarons Wan-Bissaka frá hægri. 

United fékk ekki fleiri góð færi í leikum og enn gekk Arsenal illa að skapa sér góð færi og urðu lokatölur því 0:0. 

Manchester United er í öðru sæti með 41 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Arsenal er í áttunda sæti með 31 stig.

Arsenal 0:0 Man. Utd opna loka
90. mín. Leikurinn er stöðvaður eftir samstuð hjá Alexandre Lacazette og Harry Maguire. Lacazette virðist sérstaklega þjáður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert