Manchester City og Sheffield United mætast í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Etihad-leikvanginum í Manchester klukkan 15 og hægt er að sjá leikinn í beinni útsendingu hér á mbl.is.
Útsendingin hefst kl. 14.30 með upphitun fyrir leikinn og er á sérvefnum Enski boltinn.
Manchester City er á toppi deildarinnar með 41 stig eftir 19 leiki, einu stigi á undan Manchester United og tveimur á undan Leicester. Sheffield United situr á botninum með átta stig en vann Manchester United á útivelli í vikunni og er því aftur mætt til sömu borgar til að freista þess að ná óvæntum úrslitum.