City jók forystuna – jafnt á botninum

Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus fagnar sigurmarki sínu í dag.
Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus fagnar sigurmarki sínu í dag. AFP

Manchester City bætti við forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 1:0-heimasigri gegn botnliði Sheffield United í dag. Þá gerðu West Brom og Fulham 2:2-jafntefli í sannkölluðum fallbaráttuslag.

City er nú búið að vinna sjö leiki í röð eftir að Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus skoraði sigurmarkið á Etihad-leikvanginum strax á níundu mínútu í dag. Með sigrinum er City með fjögurra stiga forystu á toppnum, liðið er með 44 stig en nágrannarnir í Manchester United koma næstir.

West Brom og Fulham eru bæði í fallsætum eftir 2:2-jafntefli liðanna á Hawthorns-vellinum í dag. Bobby Reid kom gestunum í Fulham yfir snemma leiks áður en þeir Kyle Bartley og Matheus Pereira sneru taflinu við fyrir heimamenn í síðari hálfleik. Ivan Cavaleiro sá svo til þess að Fulham nældi í stig með marki um stundarfjórðungi fyrir leikslok. Fulham er í 18. sæti með 14 stig, fjórum stigum frá öruggi sæti, og West Brom er sæti neðar með tveimur stigum minna.

Einn annar leikur hófst klukkan 15 í úrvalsdeildinni og var það viðureign Crystal Palace og Wolves á Selhurst Park. Þar unnu heimamenn 1:0-sigur þökk sé marki Eberechi Eze eftir klukkutíma leik. Með sigrinum fór Crystal Palace í 23 stig og situr nú í 14. sæti en liðið er fyrir neðan Wolves í 13. sæti á markatölu.

Kieran Gibbs og Ruben Loftus-Cheek í einvígi á Hawthorns-vellinum í …
Kieran Gibbs og Ruben Loftus-Cheek í einvígi á Hawthorns-vellinum í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert