Einn sá besti hefur trú á Rúnari (myndskeið)

David Seaman fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands í fótbolta spjallaði við Tómas Þór Þórðarson og Bjarna Þór Viðarsson fyrir stórleik Arsenal og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 

Seaman er goðsögn hjá Arsenal og vann fjölmarga titla með liðinu á sínum tíma og mætti Manchester United ósjaldan í hörkuleikjum.

Hann hefur trú á Rúnari Alex Rúnarssyni hjá Arsenal, þrátt fyrir að Rúnar hafi ekki fengið mörg tækifæri hjá liðinu til þessa. 

Viðtalið við Seaman má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert