Newcastle vann gríðarlega óvæntan 2:0-sigur gegn Everton á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Gestirnir voru búnir að tapa fimm deildarleikjum í röð fyrir viðureign dagsins en Everton er í baráttu um Evrópusæti.
Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og spilaði allan leikinn en þetta var hans 300. leikur í úrvalsdeildinni. Ekki tókst honum þó að fagna þeim áfanga með sigri.
Callum Wilson kom gestunum yfir á 73. mínútu og bætti svo við marki í uppbótartíma til að innsigla ótrúlegan sigur. Newcastle er þar með komið í 22 stig í 16. sætinu og er nú níu stigum fyrir ofan fallsæti. Everton er í 7. sæti með 33 stig og á á hættu á að dragast aftur úr í baráttunni um meistaradeildarsæti.